Jón Ásgeir Jóhannesson hefur 48 klukkustundir til að leggja fram tæmandi lista yfir eignir sínar alls staðar í heiminum samkvæmt úrskurði dómstóla í Bretlandi. Listinn yfir eignir Jóns Ásgeirs kemur tryggingar á kröfu skilanefndar Glitnis upp á sex milljarða króna á hendur honum og fleirum er tengjast bankanum.

Í stefnu skilanefndar Glitnis, sem birt var í byrjun apríl, gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Lárusi Welding og þremur fyrrum starfsmönnum Glitnis  þeir eru sameiginlega krafðir um greiðslu á sex milljörðum króna auk vaxta frá miðju ári 2008.