„Hinn fallni íslenski auðjöfur, Jón Ásgeir Jóhannesson, segist fórnarlamb nornaveiða.“ Þannig hefst viðtal breska dagblaðsins The Sunday Times við Jón Ásgeir.

Viðtalið er meðal annars tengt við Aurum málið sem nýverið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Erlendir fjölmiðlar ræddu við Jón Ásgeir eftir þingfestinguna, eins og kom fram á VB sjónvarp .

„Baugur hrundi eftir fjármálakreppuna árið 2008, sem þurrkaði út alla íslensku bankana og lagði efnahagslíf landsins í rúst. Johannesson, sem tapaði um 1 milljarði punda,var sá viðskiptamaður sem hvað mest fór fyrir,“ segir í viðtalinu og er vísað til tólf íslenskra „útrásarvíkinga“ sem þénuðu og töpuðu margir gríðarlegum fjármunum."

Hér geta áskrifendur Sunday Times lesið viðtalið.