*

miðvikudagur, 29. janúar 2020
Innlent 21. júní 2012 08:40

Jón Gnarr með 1,2 milljónir í laun á mánuði

Laun borgarstjóra hækka um 100 þúsund milli ára. Hann er með svipuð laun og forsætisráðherra.

Ritstjórn

Heildarlaun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur eru rétt tæp 1,2 milljónir króna á mánuði. Meðtalið eru laun hans fyrir setu í stjórn slökkvilisins á höfuðborgarsvæðinu. Hafa laun hans hækkað um rúmar 98 þúsund krónur frá því í október í fyrra í kjölfar úrskurðar kjararáðs frá 1. mars. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Í gær greindi Morgunblaðið frá því að mánaðarlaun Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hefðu verið 1.192 þúsund krónur frá 1. mars síðastliðinn. Var hún með 935 þúsund krónur 1. janúar 2009. Á þremur árum hefðu mánaðarlaun forsætisráðherrans hækkað um 257.341 kr. og það jafngilti tæplega 86 þúsund króna launahækkun á ári.

Stikkorð: Jón Gnarr