*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Fólk 3. júní 2019 15:49

Jón Gunnar tekur við af Þórólfi

Jón Gunnar Jónsson hefur verið skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi.

Ritstjórn

Jón Gunnar Jónsson hefur verið skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. Hann mun taka við starfinu af Þórólfi Árnasyni sem hlaut ekki náð fyrir augum hæfnisnefndar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Jón Gunnar er með M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Technical University of Denmark og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið stjórnandi sl. 30 ár, síðast sem framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi. Þá starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alcan á Íslandi og á Englandi og sem framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands.

Alls sóttu 23 um stöðuna en þeirra á meðal var núverandi forstjóri stofnunarinnar, Þórólfur Árnason. Fimm umsækjendur voru metnir hæfastir og var Jón Gunnar í þeirra hópi. Ráðherra tók viðtöl við þá fimm hæfustu og varð það úr að Jón Gunnar hlaut starfið.

Í nefndinni sátu Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við HÍ, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Guðrún Gísladóttir, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is