Íbúðar í völdum hverfum í Chicago-borg í Bandaríkjunum geta nú pantað vatnsflöskur undir merkjum Icelandic Glacial heim að dyrum. Vatninu er dreift með dreifingarkerfi dagblaðsins Chicago Tribune. Svipaður háttur hefur verið á dreifingu vatnsins í Kaliforníu og Flórída síðan í fyrra. Þar er vatnsflöskunum dreift með blöðunum Los Angeles Times og Sun Sentinel.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Water Holdings, sem framleiðir vatnið í átöppunarverksmiðju sinni í landi Hlíðarenda við Þorlákshöfn í Ölfusinu. Haft er eftir Jóni Ólafssyni dreifingu lið í að tryggja markaðshlutdeild vatnsins á flöskum Icelandic Glacial.

Hann segir í samtali við VB.is söluna á vatnsflöskunum hafa tekið kipp á seinni hluta ársins, ekki síst nú á fjórða ársfjórðungi.