Jón Steinar Gunnlaugsson vandar samdómurum sínum í Hæstarétti ekki kveðjurnar í nýrri bók, sem væntanleg er á markað. Kafli úr bókinni er birtur í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun, og þar segir Jón Steinar frá því þegar hann var skipaður Hæstaréttardómari. Jón Steinar taldi á þeim tíma að umsögn Hæstaréttardómara um sig, meðan á umsóknarferlinu stóð, hafi verið hlutdræg og hafði hann lýst því yfir að hann myndi óska eftir vitnamáli í héraðsdómi til að upplýsa um framferði dómaranna gagnvart honum á umsóknarfrestinum.

Þegar hann hafði verið skipaður hætti hann við þessi áform, en segist svo hafa fengið bakþanka og séð eftir því að hafa ekki látið af vitnamálinu verða. „Hér voru í húfi hagsmunir þjóðarinnar af því að æðsti dómstóll hennar sé ekki skipaður fólki sem víkur lagaskyldum sínum til hliðar í þágu afstöðu sem mótast af geðþótta þess. Maður, sem er reiðubúinn til að gera slíkt einu sinni, verður fús til þess aftur ef honum finnst tilefnið þá nægilegt. Jafngildi yfirlýsingar hans um það liggur fyrir. Þjóðin verðskuldar betri Hæstarétt en þann sem skipaður er slíkum dómurum,“ segir í kaflanum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Aníta Margrét Aradóttir býður upp á ofurkappreiðar
  • Sex hafa sagt sig úr stjórn íbúðalánasjóðs á einu ári
  • Menntun er töluvert verri fjárfesting en áður
  • Kortavelta hjá bílaleigum hefur aukist mikið á milli ára
  • Skattfleygur á einstæða foreldra hefur aukist talsvert frá aldamótum
  • Aðgerðir ríkisstjórnar hafa lítil áhrif á fasteignakaup
  • Vísindi verslunarinnar og rannsóknir á kauphegðun
  • Fjármögnun ISIS
  • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir segist vilja skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa í ítarlegu viðtali.
  • List, menning og bílar koma við sögu
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira
  • Tý þykir mjólkin heldur súr, hrafnarnir Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn skrifar um flugbransann
  • Ríkið gæti sparað tugi milljarða á ári án þess að minnka þjónustu