Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra funduðu í Ráðherrabústaðnum í morgun.

Að fundi loknum undirrituðu þau samning um kolvetnisauðlindir sem liggja beggja vegna markalínu landgrunnsins milli Íslands og Jan Mayen.

Norski utanríkisráðherrann er í opinberri heimsókn hér á landi í boði Ingibjargar Sólrúnar.

Hann mun í hádeginu hitta Geir H. Haarde forsætisráðherra og síðdegis verður hann á opnum fundi Samfylkingarinnar í Iðnó.