Sú tíð er liðin að fólk ferðaðist um með troðfullt Filofax til að komast í gegnum daginn. Nú er farsíminn allt sem þarf. Hann heldur utan um skipulag forstjóra fyrirtækja, tónlist höfunda og annað sem máli skiptir í daglegu lífi. Viðskiptablaðið skoðað hvernig síma nokkrir einstaklingar eiga, hvaða öpp þeir nota helst og hvers vegna.

Jónas Sigurðsson tónlistarmaður.

Hvernig síma ertu með?

„Samsung Galaxy S2“

Helstu öpp?

„Evernote, FolderSync og Voice Recorder.“

Hvers vegna FolderSync?

„FolderSync nota ég til að afrita símann inn á Google Drive. Ég má ekki við því að tapa öllum ljósmyndunum og hugmyndunum sem ég hef talað og sungið inn á símann.“

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Tækni, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .