*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 13. október 2017 09:47

JP Morgan aðstoðar við sölu á Siggi´s

Sigurður Kjartan Hilmarsson vill selja skyrframleiðslu sína í Bandaríkjunum en salan nam 21 milljarði á síðasta ári.

Ritstjórn

Sigurður Kjartan Hilmarsson, stofnandi Siggis´s skyr, sem hann framleiðir og selur að mestu í Bandaríkjunum í genum fyrirtækið The Icelandic Milk and Skyr Corporation sem hann stofnaði, hefur hug á að selja. Hefur hann ásamt öðrum eigendum fyrirtækisins fengið fjárfestingarbankann JP Morgan til liðs við sig til að ráðleggja þeim um söluna.

Búist er við að fyrirtækið selji fyrir um 200 milljón Bandaríkjadala, eða sem nemur 21 milljarði íslenskra króna, en vöxtur fyrirtækisins hefur numið um 50% á ári að því er fram kemur á vef CNBC. Vörur fyrirtækisins hafa notið vinsælda hjá heilsumiðuðum neytendum vegna hás próteininnihalds, en einnig vegna stílhreinna hvítra pakkninga.

Fór til Bandaríkjanna í nám

Sigurður stofnaði fyrirtækið árið 2004, en hann hafði flutt frá Íslandi til Bandaríkjanna til að fara í Columbia viðskiptaskólann, en vörur fyrirtækisins eru seldar í verslunum eins og Kroger, Whoole Foods og Starbucks.

Með sölu til stærri matvörukeðju eins og Dean Foods, General Mills eða Pepsi gæti gefið vörumerkinu meiri dreifingu en ekki er ljóst enn sem komið er hvort eitthvert þessara fyrirækja hafi sýnt áhuga á að kaupa.

Ört vaxandi markaður

Vörur fyrirtækisins eru seldar sem Icelandic jogurt, en jógúrtmarkaðurinn hefur stækkað mikið síðustu ár, og nemur nú 7,6 milljörðum Bandaríkjadala. Neytendur hafa fært sig í auknum mæli frá morgunkorni til próteinríkari valkosta síðustu ár, en grískt jógúrt sem áður var einna vinsælast hefur aðeins dalað á ný.

Hins vegar hafi íslenskar og ástralskar jógúrtútgáfur eins og greinin kallar þær vaxið um 73% annars vegar og 16% hins vegar.