Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hagnaðist um 4,3 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði fimm hundruð milljarða íslenskra króna, á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er hundruð milljónum dala minna en á sama tíma í fyrra. Afkoman er umfram væntingar.

JP Morgan er næststærsti banki Bandaríkjanna.

Tekjur námu 24,4 milljörðum dala sem er jafnframt 100 milljónum meira en fyrir ári.

Í netútgáfu breska dagblaðsins Financial Times er haft eftir bankastjóranum Jamie Dimon að rekstrarniðurstaðan sé ásættanleg miðað við aðstæður á fjármálamörkuðum.

JP Morgan er fyrsti bandaríski stórbankinn til að skila uppgjöri eftir síðasta fjórðung.