JP Morgan Chase hefur enn á ný verið valinn mikilvægasti banki heimshagkerfisins. Trónir bankinn á toppi nýjasta lista Fjármálastöðugleikaráðs (e. The Financial Stability Board) yfir 30 kerfislega mikilvægustu banka heims. Ráðið samanstendur af fulltrúum eftirlitsstofnanna innan G20 landanna. Reuters greinir frá.

Er lánveitendunum 30 gefin stig í fjórum flokkum, eftir hversu kerfislægir, alþjóðlegir, samtengdir og margbrotnir þeir eru.

Bankinn var einnig valinn sá kerfislega mikilvægasti í fyrra sem og árið 2019. Á síðasta ári deildi JP Morgan þó efsta sætinu með HSBC og Citigroup.