Fjárfestingarbankinn JP Morgan Chase greindi frá því í gær að bankinn hefði valið City fjármálahverfið í London fyrir nýjar höfuðstöðvar sínar í Evrópu. Ákvörðunin er bakslag fyrir helsta keppinaut City, fjármálahverfið Canary Wharf í London.

Nýja byggingin mun verða um 900 þúsund fermetrar að stærð og hýsa fjárfestingarbankastarfsemi JP Morgan. Í tilkynningu sem JP Morgan sendi frá sér sagðist bankinn hafa valið City vegna góðrar staðsetningar, af hagkvæmisástæðum og vegna frábærra byggingargæða.