Markaðsstofan Manhattan vakti athygli á dögunum fyrir auglýsingu sína fyrir Aðalskoðun. Í umræddri auglýsingu má sjá leikarann Tómas Lemarquis reyna að koma forláta Kadilják fyrir klettabrún á Krýsuvíkurbjargi. Síðan leiðir eitt af öðru og fljótlega verður augljóst að söguhetjan hefði átt að fara með bílinn í skoðun.

„Undirliggjandi boðskapur auglýsingarinnar er að glæpir borga sig ekki og að það borgar sig að fara með bílinn í Aðalskoðun. Þetta er mjög einfalt. Sem betur fer eru afar fáir sem hafa ástæðu til að óttast að bremsurnar detti úr sambandi og hurðirnar opnist ekki þegar þeir eru að ýta bíl fram að bjargi. Og ef þessi auglýsing höfðar til ótta þeirra þá er það góð ástæða,“ segir Ragnar.

Samstarfsverkefni Manhattan og Quiver

Hann segir að verkefnið sé fyrsta samstarfsverkefni Manhattan og hugmyndasmiðjunnar Quiver sem samanstandi af alþjóðlegum hópi hæfileikaríkra hönnuða og hugmyndasmiða sem unnið hafi til eftirsóttustu auglýsinga- og markaðsverðlauna sem veitt séu í heiminum.

„Hópurinn hefur unnið í verkefnum fyrir vörumerki á borð við VW, IKEA, Smirnoff, BMW, Jet Blue, Nike/Jordan og svo mætti lengi telja. Manhattan og Quiver vinna saman í nokkrum verkefnum á grundvelli samstarfs en Manhattan er sjálfstætt fyrirtæki í markaðsráðgjöf og starfar sem slíkt með ýmsum aðilum, s.s. auglýsingastofum. Quiver er líka sjálfstætt fyrirtæki, hugmyndahús fyrir fyrirtæki, frumkvöðla, almannaheillaverkefni, stórar og litlar auglýsingastofur, hérlendis sem erlendis, og framkvæmir hugmyndir jafnt fyrir viðskiptavini og sitt eigið vörumerki. En það komu fleiri að þessari auglýsingu sem framleidd var af Stórveldinu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .

Skjáskot úr auglýsingunni: