*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 20. október 2014 07:41

Kæra Sorpu til kærunefndar útboðsmála

Íslenska gámafélagið ehf. er ósátt við það hvernig staðið var að málum við samningsgerð vegna nýrrar stöðvar Sorpu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslenska gámafélagið ehf. og dótturfélag þess Metanorka ehf. hafa kært Sorpu bs. til kærunefndar útboðsmála vegna samningsgerðar vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið, að því er kemur fram í Fréttablaðinu. Samningsgerð Sorpu er kærð þar sem hún er sögð stangast á við lög um opinber innkaup, og bjóða hefði átt verkið út til að gæta að miklum einka- og almannahagsmunum. 

Sorpa ætlar að kaupa tæknilausn danska fyrirtækisins Aikan Solar fyrir stöðina. Rökin eru að hún sé eina lausnin sem uppfylli markmið byggðasamlagsins um meðhöndlun lífræns heimilissorps, en tæknin gerir sorpflokkun óþarfa. Þessu hafna Gámafélagið og Metanorka með öllu. Þvert á móti séu ýmsir aðrir möguleikar í boði þar sem hægt er að ná sömu markmiðum. Því sé samningsgerðin ólögmæt og bjóða hefði átt verkið út.

Áætlað er að stöðin muni kosta 2,7 milljarða króna fulluppsett, en hún mun rísa í Álfsnesi við núverandi urðunarstað. Framkvæmdir eiga að hefjast á næsta ári og taka á stöðina í notkun 2016.