Seðlabanki Kanada lækkaði í dag stýrivexti sína um 75 punkta, úr 2,25% í 1,5% í þeirri von að lækkunin hleypi lífi markaði og hagkerfi landsins, eins og það er orðað í rökstuðningi bankans.

Þá hafa stýrivextir í Kanada ekki verið jafn lágir í 50 ár að sögn Reuters fréttastofunnar.

Í rökstuðningi bankans kemur fram að bankinn býst við dýpri efnahagslægð en þegar hafði verið gert ráð fyrir og því sér bankinn til að lækka stýrivexti nú. Þá sé verðbólguþrýstingur lítill sem enginn.

Kanadísk yfirvöld hafa þegar kynnt björgunarpakka til handa fjármálakerfi landsins sem hljóðar upp á um 19 milljarða Bandaríkjadali.