Utanríkisráðherrar landanna þriggja undirrituðu í dag yfirlýsingu um að kanna kosti þess að gera fríverslunarsamning milli ríkjanna. Þetta kemur fram á vef Utanríkisráðuneytisins .

Er þetta liður í því að auka samvinnu á milli vest norrænu þjóðanna. Þingsályktanir hafa verið samþykktar hjá ríkjunum þremur.

Mikilvægi norðurslóða

Fram kemur í yfirlýsingunni að samstarf þessara þriggja þjóða sé ekki síst mikilvægt vegna alþjóðlegrar vakningar um mikilvægi norðurslóða. Því sé brýnt að skilgreina sameignlega viðskiptahagsmuni Íslands, Færeyja og Grænlands.