Nýtt félag leit dagsins ljós á föstudaginn síðastliðinn þegar tilkynnt var að FL Group myndi eftirleiðis kallast Stoðir eignarhaldsfélag. Á sama tíma var tilkynnt um að Stoðir hefði keypt tæplega 40% hlut í Baugi Group fyrir 25 milljarða króna. Seljandi hlutarins er Styrkur Invest (áður BG Capital), sem er að stærstum hluta í eigu Gaums, félags í eigu fjölskyldu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Greitt er fyrir hlutinn í Baugi með Bhlutabréfum í Stoðum, en slík bréf hafa ekki atkvæðisrétt.

Ætla má að aðaleigandi Baugs, Gaumur, vilji halda fullum áhrifum innan félagsins og selji Stoðum þess vegna hlutbréf af B-gerð. Hagar, sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, voru jafnframt seldir frá Baugi til Gaums á föstudaginn síðastliðinn. Baugur er að mestu leyti óbeint í eigu Gaums, þannig að hvorki er um að ræða nýtt fjármagn né nýtt fólk í þeim viðskiptum.

Viðamiklar björgunaraðgerðir

Baugur hefur nú sett fjármagn inn í Stoðir eignarhaldsfélag tvisvar á nokkurra mánaða tímabili, en félagið hefur tapað talsverðum fjárhæðum á björgunaraðgerðum til handa Stoðum eignarhaldsfélagi.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .