Óhætt er að segja að bókavertíðin sé í fullum gangi um þessar mundir og margt athyglisverðra bóka þar. Ein sú athyglisverðasta og einnig umdeildasta er bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors um nóbelsskáldið. Bókin um Kiljan inniheldur umdeildustu æviár skáldsins og til að ræða bókina og þá ekki síður kapitalistann Kiljan kemur Hannes í Viðskiptaþáttinn í dag.

Í dag gaf Fjármálaeftirlitið út starfsleyfi til nýs verðbréfafyrirtækis, Verðbréfaþjónustu Sparisjóðsins hf. Már Wolfgang Mixa framkvæmdastjóri VSP kemur til mín hingað á eftir.

Þátturinn er endurfluttur kl. eitt í nótt.