Breska tískufatakeðjan Karen Millen undirbýr opnanir á nýjum sérleyfisverlunum í Litháen. Þetta er hluti af áætlun tískukeðjunnar fyrir árslok 2005, en fyrir þann tíma hyggst Karen Millen opna fjölda sérleyfisverlana í Litháen, Grikklandi og í Tyrklandi segir í frétt BNS. Karen Millen er í eigu fjárfestingarfyrirtækisins Baugs. Tískufatakeðjan starfrækir yfir 110 verslanir, m.a. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Sádi Arabíu, Hollandi, Belgíu, Danmörku og í Svíþjóð.

Í Litháen hefur einn aðili ráðandi stöðu á smásölumarkaði. Um er að ræða fyrirtækið Apranga sem er í eigu MG Baltic. Apranga ræður yfir 30% af litháíska fatamarkaðnum, fyrirtækið er skráð á hlutabréfamarkaði í Vilnius.

Karen Millen er í eigu Baugs