Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þarf að greiða verktakafyrirtækinu Fonsa rúmar 8,7 milljónir króna ásamt vöxtum samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur . Fonsi tók að sér að byggja einbýlishús fyrir Kára í Kópavogi. Kári taldi Fonsa hins vegar ofrukka vegna framkvæmdanna.

Fonsi fór af þessum sökum í mál við Kára vegna málsins.

Þetta er ekki eina málið tengt Kára og framkvæmdum við hús hans í Kópavoginum en forsvarsmenn Torfs túnþökuvinnslu fóru í mál við hann þar sem hann neitaði að greiða fyrirtækinu sem tyrfði lóð í kringum húsið.

Húsið er engin smásmíði, rúmir 500 fermetrar að stærð og lóðin eftir því.

Bygging hússins hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig. Árið 2010 stefndi byggingafélagið Eykt Kára vegna 11 milljóna króna viðbótarkostnaðar við byggingu hússins og þurfti rafverktakinn Elmax þurfti að fara með ógreidda kröfu á hendur honum fyrir dóm. Kári tapaði málinu i Héraðsdómi Reykjavíkur en fór þá með það í Héraðsdóm Reykjaness. Þá hótaði Kópavogsbær því að sekta Kára vegna tafa við frágang á lóðinni við húsið árið 2010.