Kári Stefánsson er á meðal hundrað mestu áhrifamanna heims og deilir þeim heiðri með ekki ómerkara fólki en Martin Scorsese, Elísabetu Englandsdrottingu, Arnold Schwarzenegger, Hillary Clinton og Benedikt XVI og Orpuh Winfrey samkvæmt tímaritinu Time.

Eftirtektarvert er að sá sem margir telja áhrifamesta mann heims er hvergi að finna á listanum og getur því Kári slegið um sig og sagst hafa meiri áhrif á samfélagið heldur en George W. Bush, Bandaríkjaforseti.

Listinn tekur til áhrifafólks í mörgum geirum samfélagsins, meðal annars stjórnmálum, viðskiptum, lista og skemmtanaiðnaðar, en í flokki "vísindamanna og hugsuða" stendur Kári við hlið manna á borð við Al Gore og Klaus Schwab.

Í fréttinni segir að þar sem Kári geti rakið arfleið sína nákvæmlega til ákveðins aðila á landnámsöld, hafi hann ákveðið að snúa til heimalands síns og ráðast í það verkefni sem er deCODE Genetics.

Þar segir að fyrirtæki hans hafi komist að fjölda merkilegra niðurstaða í rannsóknum sínum, en að enn sem komið er standi fyrirtækið fyrir mikil fyrirheit fremur en góða afkomu.