Fjárfestirinn Karl Wernersson fékk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag samþykkta rétt rúmlega 400 milljóna króna kröfu í þrotabú Askar Capital. Krafan er til komin vegna fjármuna sem hann lánaði Askar Capital 18. september árið 2008 til að gera félaginu kleift að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga.

Í dómnum segir reyndar að ágreiningur snúist um það hvort Karl hafi lánað Askar Capital féð. Ef svo hafi verið þá hvort megi telja að réttilega hafi verið stofnað til veðréttar í eignarhlut varnaraðila í einkahlutafélaginu OLC (India) BuyCo til tryggingar skuldarinnar.

Karl var stjórnarmaður í Askar Capital og munu bæði forstjóri og fjármálastjóri leitað til hans vegna skuldar við Lánasjóðinn. Til tryggingar endurgreiðslu var honum boðið veð í 33,33% eignarhluta í félaginu OLC (India) BuyCo ehf.

Þrotabú Askar Capital sagði hins vegar ósannað hvort Karl hafi lánað féð þennan dag og vildi hafna kröfu hans.