*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 24. mars 2020 12:49

Katrín ekki með kórónuveiruna

Forsætisráðherra sem hefur verið í sjálfskipaðri sóttkví síðustu daga hefur fengið svar úr sýnatöku vegna Covid 19.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við blaðamenn eftir kynningarfund um aðgerðaráætlun stjórnvalda til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi laugardaginn 21. mars síðastliðinn.
Eva Björk Ægisdóttir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna er kominn úr sjálfskipaðri sem hún fór í eftir að kórónaveirusmit vegna Covid 19 kom upp í Melaskóla þar sem yngsti sonur hennar sækir nám.

Segir hún á facebook síðu sinni að henni hafi nú borist þau ánægjulegu tíðindi að úr sýni sem tekið var úr henni hafi engin merki verið um kórónaveiruna sem fengið hefur nafnið Covid 19.

Segist hún því ætla að halda áfram að vinna að því að bæði við hér á Íslandi og samfélagið allt komumst í gegnum þann skafl sem nú blasir við vegna efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa útbreiðslu veirunnar.

„Á laugardaginn kynnti ríkisstjórnin stærstu efnahagslegu aðgerðir í sögu landsins. 230 milljarða aðgerðarpakki til að spyrna við þessum fordæmalausu aðstæðum. Þær eru mikilvægar. Mikilvægast er að við gerum þetta saman,“ segir Katrín ásamt því að þakka fyrir hlýjar kveðjur.

Í gær sagði Katrín frá því á facebook að bæði yngsti drengurinn hennar ásamt eiginmanni hefðu flutt út af heimilinu eftir að nokkrir bekkir í Melaskóla voru sendir í sóttkví.

„Það þýðir sem sagt ekki að ég sé í sóttkví en í kjölfarið var ákveðið að ég færi í sýnatöku vegna kórónuveiru. Þar var ég beðin um að halda mig heima þar til niðurstaða kæmi úr þeirri sýnatöku,“ sagði Katrín þá, og sagðist ekki geta skorist undan því hafi verið duglega að segja öllum að fylgja leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda.

En nú er s.s. niðurstaðan úr sýnatökunni komin, forsætisráðherra er án merkja um veirusýkingu.