Katrín Júlíusdóttir, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, er ekki par sátt við stjórnarsáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrituðu í gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær.

Á Facebook-síðu sína í morgun skrifaði hún:

„Er enn að telja nefndir, starfshópa og úttektir sem boðaðar eru í Wild boys stjórnarsáttmálanum... Það þarf einhvern mannskap í þetta og tíma. Voru menn ekki með þetta allt á hreinu fyrir kosningar? Betra seint en aldrei að byrja að reikna eða kanna hvort hægt sé að efna loforðin.“

Þetta er síðasti dagur Katrínar sem ráðherra en hún settist á sinn síðasta fund með forsetanum á Bessastöðum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur klukkan ellefu í morgun. Klukkan þrjú í dag mun svo Sigmundur setjast í stól forsætisráðherra en Bjarni taka sæti Katrínar.

F

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Laugavatni þann 22. maí 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrita stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Laugavatni þann 22. maí 2013.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Flokksformennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson undirrituðu sáttmála nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Héraðsskólanum á Laugarvatni í gær.