Samkeppniseftirlitinu (SKE) hefur heimilað kaup Pennans á 100% eignarhlut í HB heildverslun, sem er innflutningsaðili og heildverslun með leikföng, matvæli og ýmsar aðrar vörur.

Í tilkynningu SKE segir að ætlun Pennans sé að auka eigið vöruúrval í verslunum sínum með þeim vörum sem HB hefur umboð fyrir, einkum er varðar leikföng. Í kjölfar samrunans munu Penninn og HB vera tengdir aðilar sem móður- og dótturfélag.

Töldu samrunaaðilar stærð markaðar fyrir heildsölu á leikföngum og tengdum afþreyingavörum vera rétt tæpir 2 milljarðar króna en nær 2,5 milljarðar ef tillit væri tekið til víðtækari markaðar með afþreyingavörur. Markaðshlutdeild HB var ekki tekin fram vegna trúnaðar.

Í samrunaskrá segir að samrunaaðilar telji að samruninn muni ekki hafa nein áhrif á neytendur á markaði með leikföng eða aðra milliliði. Samrunaaðilar séu að litlu leyti starfandi á sama markaði og með mjög takmarkaðan markaðsstyrk á þeim markaði.

Penninn rekur í dag sextán verslanir á landinu undir nafninu Penninn Eymundsson ásamt húsgagnaverslun í Skeifunni og fimm ferðamannaverslanir undir merkjunum Islandia og Viking.