SF1 slhf, félag í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta hafa nýtt sér kauprétt á 20,6% eignarhluta Eignasafns Seðlabankans í Sjóvá. SF1 keypti 52,6% hlut í í tryggingafélaginu fyrir rúmu ári og samdi þá um að geta keypt 20% til viðbótar. Fjárfestarnir eiga þessu samkvæmt allan eignarhlut ESÍ í Sjóvá, samtals 73%. Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið hafa samþykkt kaupin.

Aðrir eigendur Sjóvár eru eignarhaldsfélagið SAT sem á 17,62% í félaginu og Íslandsbanki sem á 9,3% hlut.

Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis hf., en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf., (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónssonar).