Fjárfestar halda áfram að borga meira fyrir bréf í herrafatakeðjunni Moss Bros en sem nemur óformlegu yfirtökutilboði Baugs Group. Það er undarlegt, í ljósi þess að ekkert mótframboð hefur litið dagsins ljós, að því er fram kemur í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Tískuvöru- og húsgagnaframleiðandinn Laura Ashley, hefur verið að byggja upp hlut í Moss Bros, keypti meðal annars bréf á genginu 46 pens og 47 pens, en kauptilboð Baugs Group hljóðar upp á 42 pens. HP Singh hefur einnig tekið stöðu í Moss Bros á hærri gengi en 42, að því er segir í fréttinni.