Kauphöllin hefur gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi veru í Úrvalsvísitöluna að félög birti allar fréttir á ensku á því tímabili sem þau eru í vísitölunni. Félög teljast uppfylla skilyrðið séu a.m.k. 90% frétta þeirra á ensku. Uppfylli félag ekki skilyrðið um birtingu frétta á ensku á vísitölutímabili (sem er annað hvort janúar til júní eða júlí til desember) og einnig ekki á fyrstu fimm mánuðum næsta vísitölutímabils á eftir kemur félagið ekki til greina við næsta val í Úrvalsvísitöluna segir í tilkynningu Kauphallarinnar.

Fjögur félög í Úrvalsvísitölunni uppfylltu ekki þetta skilyrði á tímabilinu júlí til desember 2004. Þau eru eftirfarandi: Fjárfestingarfélagið Atorka hf., Straumur Fjárfestingarbanki hf., Og fjarskipti hf., og Samherji hf.