Gert er ráð fyrir að hagnaður stærstu félaganna í Kauphöllinni á þessu ári nemi 147 milljörðum króna og að hann dragist saman um 10% frá síðasta ár. Allir viðskiptabankarnir hafa nú birt afkomuspár sínar fyrir þetta og síðasta ár og gera þeir ráð fyrir að tveir þriðju hluta hagnaðarins muni kom frá bönkunum fjórum, Landsbanka, Íslandsbanka, Kaupþing banka og Straumi - Burðarási.

Spár viðskiptabankanna eiga við um öll stærstu félögin í Kauphöllinni. Þetta eru Actavis, Bakkavör, Dagsbrún, FL Group, HB Grandi, Icelandic Group, Kögun, Marel, Mosaic Fashions, SÍF, Vinnslustöðin, Össur, viðskiptabankarnir og Straumur - Burðarás, Tryggingamiðstöðin og Atorka. Þessi félög standa á bak við rúm 98% alls markaðsvirðis í Kauphöllinni og endurspegla því vel hagnaðarbreytingu alls markaðarins.

Alls eru þrjár spár um hagnað fyrir öll fyrirtækin nema fimm. Íslandsbanki spáir ekki fyrir um afkomu Dagsbrúnar og Landsbankinn er eini aðilinn sem spáir fyrir um Atorku. Viðskiptabankarnir þrír spá ekki fyrir um eigin afkomu.

Ítarleg fréttaskýring er í Viðskiptablaðinu í dag.