NASDAQ OMX Iceland hefur opnað nýja vefsíðu. Um er að ræða upplýsingasíðu fyrir innlenda og erlenda fjárfesta, fyrirtæki og áhugafólk um íslenska markaðinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni.

„Með átakinu okkar sem við kjósum að kalla „Mótum framtíðina“ viljum við beina athyglinni að þeim tækifærum sem felast í vexti íslensks efnahagslífs og eru langt í frá fullnýtt. Hér á landi eru t.d. mörg smá og millistór fyrirtæki sem hafa skýra framtíðarsýn og eru í aðstöðu til að vaxa. Hlutverk kauphallar í hverju landi fyrir sig er ekki síst að veita þannig fyrirtækjum vettvang til að nálgast fjárfesta og öfugt og styðja þannig við efnahagslífið. Þessari nýju síðu er ætlað að vera lifandi upplýsingasíða sem vonandi nýtist bæði fjárfestum og fyrirtækjum í upplýsingaöflun um markaðinn. Við þökkum öllum þeim sem hafa tekið þátt með okkur,“ segir Páll Harðarsson Kauphallarstjóri en margir komu að verkefninu.

Ný heimasíða Kauphallarinnar .