Stjórn Kaupþings banka hefur ákveðið á grundvelli kaupréttaráætlunar bankans að gefa út kauprétti að hlutafé í bankanum til starfsmanna, sem taka gildi í dag, segir í tilkynningu.

Um er að ræða kauprétti að samtals 0,6 milljónum hluta til alls 564 starfsmanna, það er nýrra fastráðinna starfsmanna sem hófu störf frá því kaupréttur var veittur í nóvember 2005. Rétthöfum er heimilt að nýta þriðjung kaupréttarins á tímabilinu frá 20. janúar til 25. febrúar ár hvert, í fyrsta skipti 2008. Rétturinn er á samningsgenginu 840 krónur á hlut. (Kaupréttaráætlun I, 2006.)

Samhliða framangreindum kaupréttum hefur stjórn bankans veitt 383 starfsmönnum kauprétt að samtals 20,8 milljónum hluta með heimild til að nýta þriðjung kaupréttarins á tímabilinu frá 20. janúar til 25. febrúar ár hvert, í fyrsta skipti 2010. Rétturinn er á samningsgenginu 830 kr. á hlut á fyrsta innlausnartímbili, 872 kr. á hlut á innlausnartímabili 2011 og 916 kr. á hlut á innlausnartímabili 2012. Starfsmenn hafa heimild til að fresta nýtingu innan samningstímans, en við það hækkar samningsgengi í það samningsgengi sem er í gildi á því tímabili þegar hlutirnir verða nýttir. (Kaupréttaráætlun II, 2006.)

Kauprétturinn er einkum bundinn því skilyrði að starfsmaður sé áfram í starfi innan samstæðunnar.

Samningsgengið 840 er vegið meðaltal lokagengis í Kauphöll Íslands síðustu 10 viðskiptadaga, samanber 10. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Samningsgengið 830 er lokagengi í Kauphöll Íslands 28. desember 2006. Samningsgengið 872 er 5% hærra en gengið 830 og samningsgengið 916 er 5% hærra en gengið 872.

Þá hefur stjórn bankans ákveðið að innleiða breytingar á kaupaukakerfi bankans. Breytingarnar felast í því að ákveðið hlutfall kaupaukagreiðslna yfir tiltekinni fjárhæð verður tengd gengi hlutabréfa bankans og útgreiðslu frestað í þrjú ár. Greiðslan er þó háð því meginskilyrði að starfsmaður sé áfram í starfi innan samstæðunnar. Greint verður nánar frá þessu fyrirkomulagi og undirliggjandi upphæðum þegar kaupaukagreiðslur verða ákveðnar í lok febrúar.

Tilkynningarskyldir fruminnherjar

Eftirfarandi kaupréttir eru veittir neðangreindum tilkynningarskyldum fruminnherjum, sbr. 64. gr. laga nr. 33/2003.


Nafn innherja: Guðný Arna Sveinsdóttir

Tengsl innherja við félagið: Framkvæmdastjóri

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2006: 400.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun I, 2005: 3.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2005: 57.000 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 1.143.750 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0 hlutir



Nafn innherja: Ingólfur Helgason

Tengsl innherja við félagið: Forstjóri á Íslandi

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2006: 400.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun I, 2005: 3.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2005: 57.000 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 3.300.075 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0 hlutir



Nafn innherja: Steingrímur Kárason

Tengsl innherja við félagið: Framkvæmdastjóri

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2006: 400.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun I, 2005: 3.000 hlutir

Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun II, 2005: 57.000 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 2.362.133 hlutir

Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 33.179 hlutir