Skuldabréfaútboði Kaupþings til fagfjárfesta vegna fjármögnunar á nýjum húsnæðislánum lauk í dag.

Eftir útboðið hefur Kaupþing ákveðið að lækka vexti á nýjum húsnæðislánum um 0,35% og verða vextirnir 6,05%.

Breytingin tekur gildi strax eftir helgi, þann 30.júní.

Í tilkynningu Kaupþings segir að í útboðinu hafi alls borist tilboð fyrir 6,8 milljarða króna, og var tilboðum tekið fyrir 4,8 milljarða í tveimur flokkum.

Meðalávöxtunarkrafa samþykktra tilboða, í þeim flokki sem íbúðalán bankans byggjast á, var 5,17%.