Kaupþing mun líklega bjóða skuldabréf í jenum í Japan í næstu viku eða svo kölluð samúræjabréf. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringu Kaupþings, staðfestir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

Fyrr í vikunni sagði hann við Viðskiptablaðinu að Kaupþingi væri að hitta fjárfesta í Japan vegna þessa. Og eykur það landfræðilega dreifingu í skuldabréfaútgáfu bankans.

DowJones telur að japanska skuldabréfa útgáfan muni nema 50 milljónum milljóna jena (e. Billion) til þriggja ára en Guðni segir að upphæðin verði ekki svo há.