Greiningardeild Kaupþings spáir því að hagnaður Landsbanka Íslands verði 6,9 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, samanborið við 8,73 milljarða á sama tímabili árið 2005.

Landsbankinn mun birta ársuppgjör sitt, og þar með uppgjör fyrir fjórða ársfjórðung, á föstudaginn næstkomandi í London. Það verður í fyrsti sem bankinn birtir ársuppgjör sitt erlendis, en bankinn hefur haldið fjórðungsuppgjörsfundi í borginni.

Kaupþing segir Landsbankann hafa hagnast verulega af stöðutökum á fjórða ársfjórðungi árið 2005 og samdráttur gegnishagnaðar muni stuðla að minni hagnaði á fjórða ársfjórðungi árið 2006. Hins vegar bendir greiningardeildin á að þjónustutekjur muni hafa áhrif til hækkunar.

Kaupþing verðmetur bankann (e. target price) á 32,3 krónur á hlut. Gengi bréfanna rétt fyrir klukkan tvö var 28,9 krónur hluturinn.