Samkeppniseftirlitið hefur gert Kaupþing og SPRON að tryggja að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður sé milli Kaupþing og SPRON annars vegar og E-korta ehf. hins vegar, og skulu E-kort ehf. vera rekið sem sérstakur lögaðili hér eftir. Þá mega hvorki stjórnarmenn né starfsmenn Kaupþings og SPRON, eða nátengdir aðilar, sitja í stjórn og varastjórn Ekorta efh. og öfugt.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir m.a. : „Kaupþingi banka ehf. og SPRON er óheimilt að hafa með sér samvinnu eða grípa til samstilltra aðgerða um viðskipti eða þjónustu sem snýr að greiðslukortum sem hvor aðili um sig gefur út til núverandi eða hugsanlegra viðskiptavina sinna.”

Þá er stjórnarmönnum og starfsmönnum Ekorta efh. óheimilt að veita hvers konar viðskiptalegar upplýsingar sem stafa beint eða óbeint frá Kaupþingi banka, til stjórnarmanna eða starfsmanna SPRON, og öfugt.

Óþarft að ógilda samruna

Málavextir eru þeir helstir að haustið 2007 keypti Kaupþing 49% hlut í Einkaklúbbnum ehf, síðar Ekort ehf, af SPRON og var samið um að Kaupþing og SPRON færu saman með stjórn félagsins og eiga hlutafé að jöfnu að tilteknum tíma liðnum.

Eftirlitið telur að þarna sé um að ræða breytingu á yfirráðum sem fela í sér samruna í skilning samkeppnislaga. Að því tilskildu að málsaðilar uppfylli skilyrði stofnunarinnar sé ekki þörf á ógildingu samrunans.