Í úttekt Viðskiptablaðsins í dag á falli Glitnis kemur fram að Kaupþingsmenn höfðu haft verulegar áhyggjur af stöðu Glitnis vegna þess að þeir vissu að vandræði eins banka yrðu fljótlega að vandræðum þeirra allra.

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, er spurður um þetta í Viðskiptablaðinu:

„Já, við töldum okkur vera að undirbúa okkur nokkuð vel, vorum búnir að minnka efnahaginn verulega, safna lausu fé og styrkja eigið fé. Þegar atburðarásin fór af stað, réðum við hins vegar ekkert við hana og það var bara valtað yfir okkur."

Sigurður sagði aðspurður að þeir hefðu talað sérstaklega við bankastjóra Glitnis um að láta vita ef erfiðleikar steðjuðu að.

„Já, við vorum búnir að segja við þá að láta okkur vita þegar þeir væru komnir í vandræði. Það kom hins vegar aldrei til þess. Það var tvennt sem reyndist mjög slæmt í þessari stöðu. Það hve seint og illa Glitnir gerði vart við sig og alger vanhæfni Seðlabankans til að eiga við málið. Ef menn hefðu borið gæfu til að taka öðruvísi á málinu væri Ísland ekki gjaldþrota."

Nánar er fjallað um  málið í úttek um fjármálakreppuna í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .