Fé­lagið Skjöld­ur og skoðun hef­ur keypt allt hluta­fé í bif­reiðarskoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu Aðalskoðun, en Skjöld­ur og skoðun er móður­fé­lag Aðstoðar og ör­ygg­is sem rek­ur þjón­ustu und­ir nafn­inu árekst­ur.is. Kaupverðið er trúnaðarmál.  Félögin verða áfram rekin aðskilin. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Und­ir merkj­um Aðalskoðunar eru rekn­ar fimm skoðun­ar­stöðvar. Fjór­ar þeirra eru í Reykja­vík en ein í Reykja­nes­bæ.30 starfs­menn starfa hjá fyrirtækinu og fjór­ir hjá Aðstoð og ör­yggi.