*

föstudagur, 21. janúar 2022
Innlent 10. nóvember 2021 18:21

Kaupir fyrir 25 milljónir í Play

Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, hefur bætt við hlut sinn í flugfélaginu.

Ritstjórn
Einar Örn Ólafsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Einir ehf., einkahlutafélag í eigu Einars Arnar Ólafssonar, stjórnarformanns Play, keypti eina milljón bréfa í félaginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Kaupin fóru fram á genginu 25,1 krónur á hvern hlut og heildarumfang viðskiptanna því 25,1 milljón króna. Ekki kemur fram í tilkynningunni hve marga hluti Einir á eftir viðskiptin.

Gengi bréfa félagsins lækkaði um 2,30% í viðskiptum dagsins á First North markaðnum og stóð verð hlutarins í 25,5 krónum í dagslok.