*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 11. október 2017 13:04

Kaupmátturinn óx um 7% á síðasta ári

SA segja nauðsynlegt að standa vörð um vöxt kaupmáttar en í samanburðarlöndum nam hann frá 0,2% til 0,5% árið 2016.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins segir kaupmátt heimilanna nú vera mikinn bæði í sögulegu sem og alþjóðlegum samanburði. Jafnframt benda samtökin á að staðan hafi einungis einu sinni verið betri í sögunni en það var árið 2007. Þá hafði Samfylkingin nýverið komið inn í ríkisstjórn sem fylgdi mikil aukning ríkisútgjalda.

„Ef raunvöxtur launa er borinn saman við önnur OECD ríki á árinu 2016 þá er athyglisvert að sjá að vöxturinn er hvergi meiri en hér á landi,“ segir í frétt á vef samtakanna sem vísar í graf sem ber saman breytingu kaupmáttar á síðasta ári á Norðurlöndunum, evrusvæðinu sem heildar og OECD í heild.

Þar sést að vöxturinn var næst mestur á evrusvæðinu, eða 0,5%, síðan kom Danmörk með 0,4% vöxt, loks Svíþjóð, Noregur og meðaltal OECD landanna sem var 0,3% og loks Finnar með 0,2% 

Laun meðal þeirra hæstu hér á landi

Hins vegar nam vöxturinn hér á landi 7,0%. „Hvort sem horft er til meðallauna eða lágmarkslauna þá eru laun á Íslandi með þeim hæstu meðal OECD,“ benda samtökin á en Ísland eru í öðru sæti á eftir Sviss þegar kemur að meðallaunum á mánuði en í fjórða sæti á eftir Noreg, Danmörk og Lúxemborg í lágmarkslaunum.

„Miklar launahækkanir síðustu ára hafa skilað sér að miklu leyti til heimila,“ segja samtökin og setja mikilvægt að staðið verði vörð um stöðuna. „Hagstæð ytri kjör, styrking krónunnar, afnám vörugjalda og tolla hafa um leið átt sinn þátt í því að kaupmáttur heimila brann ekki upp í verðbólgubáli eins og við höfum svo margoft séð áður.“

Kaupmáttarrýrnun hrunsins að mestu verið unnin upp

Samtökin segja að með samfelldum vexti kaupmáttar undanfarin ár hafi að mestu tekist að vinna upp þá kaupmáttarrýrnun sem hér varð eftir hrun. „Á þeim 22 árum sem mælingar ná yfir kaupmátt ráðstöfunartekna hafa íslensk heimili aðeins einu sinni upplifaði meiri kaupmátt og það var árinu 2007,“ segja samtökin.

„Ráðstöfunartekjur á mann [hafa síðan í ársbyrjun 2011] vaxið um 50% á sama tíma og kaupmáttur á mann hefur vaxið um 23%. Þá er tekjujöfnuður hvergi meiri meðal OECD og hefur farið vaxandi. Heimilin hafa greitt niður skuldir og ekki mælst minni í áratugi.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is