Kaupþing starfrækir nú Kaupthing Edge í sex löndum í Evrópu en nú í mars bættist Þýskaland í hópinn.

Markaðssvæði Kaupþings spannar nú um 107 milljónir manns í Evrópu en í lok árs er stefnt að því að um 380 milljónir geti stundað viðskipti við bankann.

Á fréttavef sænsku fréttaþjónustunnar Direkt er haft eftir Peter Borsos, upplýsingafulltrúa Kaupþings þar í landi að í mars hafi Kaupþing opnað Edge í Þýskalandi og stefni á að opna í Danmörku síðar á árinu.

Danmörk yrði þá sjöunda landið þar sem Kaupthing Edge hefur umsvif en nú þegar starfar bankinn í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Belgíu, Bretlandi og sem kunnugt er, í Þýskalandi.