Breski súkkulaðiframleiðandinn Thorntons hefur hafnað kauptilboði stjórnarformanns síns, Christopher Burnett, segir í fréttatilkynningu og er Baugur nú orðaður við félagið.

Viðskiptablaðið greindi frá því 18. janúar að Baugur væri hugsanlegur kaupandi að félaginu ef ekki yrði gengið frá kaupunum við Burnett.

Þegar kauptilboðinu var hafnað samþykkti stjórnarformaðurinn að hætta störfum og hefur þegar verið skipað í formannsstólinn.

Forráðamenn Thortons, og ráðgjöfum þeirra, þótti kauptilboðið of lágt. Það hljóðaði upp á 130 pens á hlut, segir í tilkynningu til kauphallarinnar í London.

Ýmsir skilmálar fylgdu kauptilboðinu. Til að mynda vegna lífeyrisskuldbindinga. Tilboðið er lægra en fyrra tilboð, sem gert var í ágúst, en það var með fyrirvara um afkomu og lífeyrisskuldbindingarog hljóðaði upp á 185 pens á hlut.

Nýi stjórnarformaðurinn heitir John Jackson og ráðningin er tímabundin.

Thortons bæði framleiðir súkkulaði og selur það í verslunum sínum. Sérfræðingar benda á að Thorntons geti átt samleið með félögum í eigu Baugs og eignarhaldsfélagsins Fons, Julian Graves og Whittard of Chelsea.