Vel kemur til greina að endurskoða auðlegðarskatt og sníða agnúa af skattkerfinu, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, nýs fjármálaráðherra. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. Hún kveðst í fréttinni hins vegar í grunninn vera ánægð með þær breytingar sem gerðar hafi verið á skattkerfinu. Megintilgangurinn sé auðvitað að ná í tekjur en líka að auka jöfnuðenda sýni niðurstaða ársins 2010 að 60 prósent skattgreiðenda greiði hlutfallslega lægri skatta en áður. Oddný segir brátt hægt að huga að því að rétta hlut þeirra sem hafa þurft að þola niðurskurð í velferðarkerfinu en nokkur ár séu í að skattalækkanir verði tímabærar. Fyrst þurfi að gera langtímaáætlun í ríkisfjármálum.