Í dag gefur Viðskiptablaðið út tímaritið Frumkvöðla, sem eins og nafnið gefur til kynna, er tileinkað frumkvöðla-, nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Í tengslum við útgáfu blaðsins verða tvö fyrirtæki heiðruð. Stofnandi Kerecis er útnefndur Frumkvöðull ársins 2015 og stofnendurTulipop er Sprotar árins 2015.

Kerecis var stofnað árið 2009 af feðgunum Guðmundi Fertram Sigurjónssyni og Sigurjóni N. Ólafssyni og vinnur lækningavörur úr roði, sem fellur til við roðflettingu á þorskflökum. Úr roðinu eru framleidd efni sem nýtast við ýmsar aðgerðir, þar sem byggja þarf upp skaðaðan líkamsvef eftir skurðaðgerðir eða slys.

Á bak við Tulipop standa þær Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir og hafa þær búið til ævintýraheim, þar sem verur á borð við Gloomy Bubble og Mr. Tree búa. Þessi heimur er farinn að ryðja sér til rúms erlendis og í sumar verða Tulipop bangsar kynntir á stórri leikfangasýningu í Bandaríkjunum.

Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Sjóminjasafninu.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af tímaritinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .