Fyrir opnun markaða áttu sér stað nokkuð stór utanþingsviðskipti með bréf Exista og Landsbankann, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Utanþingsviðviðskiptin með bréf Exista [ EXISTA ] námu 903 milljónum króna að markaðsverði og fóru fram á genginu 10,5. Þegar þetta er skrifað er markaðsgengi  fjármálaþjónustufyrirtækisins 10 krónur á hlut.

Utanþingsviðskiptin með bréf Landsbankans [ LAIS ] námu 756 milljónum króna að markaðsvirði og fóru fram á genginu 27. Þegar þetta er skrifað er markaðsgengi bankans 26,8.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,8% og er 4.615 stig þegar þetta er ritað.

Veltan nemur 4,6 milljörðum króna.