Í september birti Landsbankinn hf. tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á þremur endurkaupatímabilum.

Fyrsta endurkaupatímabilið var frá 19. september til 30. september, en þá keypti bankinn samtals 119.762.260 eigin hluti á genginu 10,3966. Kaupvirði bréfanna var því um 1.245 milljónir króna.

Hvorki bankastjóri Landsbankans, né framkvæmdastjórar hjá bankanum seldu hlut á fyrsta endurkaupatímabilinu.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum, átti hann rúmlega 218 milljón eigin hluti fyrir viðskiptin á fyrsta endurkaupatímabili og á að því loknu rum 338 milljón eigin hluti, eða sem nemur um 1,4% af útgefnum hlutum í félaginu.

Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki samtals 480 milljónum hluta eða sem nemur 2% af útgefnu hlutafé.