Miklar sveiflur voru í viðskiptum dagsins í kauphöllinnni í Sjanghæ. Samsetta Sjanghæ vísitalan lækkaði í viðskiptum innan dags um 2,8% en endaði þó með að hækka um 2%.

Með lækkununum sem voru innan dags höfðu markaðir í Kína lækkað um 20% frá 22. desember og var Kína þá skilgreint sem bjarnarmarkaður. Bjarnarmarkaður er skilgreindur sem markaður þar sem markaðir eru að falla og almenn svartsýni ríkir á mörkuðum, en skilyrði hans eru 20% lækkanir á breiðum-vísitölum, s.s. Dow Jones Indusrial Average eða S&P 500 index á tveggja mánaða tímabili.

Nikkei í Japan féll um 2,7% í viðskiptum dagsins, en lækkunin er rakin til styrkingar Jensins snemma dags. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll um 0,6% og Kospi í Suður Kóreu féll um 0,9%