Kínverskir tölvuþrjótar brutust inn í tölvur fimm evrópskra þjóðarleiðtoga fyrir fund þeirra með Vladimír Pútín, forseta Rússlands og öðrum ráðamönnum 20 stærstu iðnríkja heims í St. Pétursborg í Rússlandi í september. Bandaríska netöryggisfyrirtækið FireEye Inc, hefur skoðað málið og komist að því að tölvuþrjótarnir hafi sent ráðuneytum viðkomandi ríkja tölvupóst sem innihélt tölvuvírusa sem komu sér fyrir í tölvukerfi ráðuneytanna.

Reuters-fréttastofan segist telja að tölvuþrjótarnir hafi hugsanlega reynt að stela gögnum í aðdraganda fundarins, sem fjallaði m.a. um málefni Sýrlands.

Ekki hefur verið gefið upp í tölvur hvaða ráðamanna tölvuþrjótarnir brutust inn í að öðru leyti en því að um er að ræða ráðamenn í aðildarríkjum Evrópusambandsins.