Samningaviðræður eru sagðar standa yfir um kaup kínverska flugvélaframleiðandans Aviation Beijing um kaup á bandaríska keppinautinum Hawker Beechraft. Goldman Sach og fyrirtækið Onex Corp hafa átt Hawker Beechcraft síðastliðin átta ár.

Saga bandaríska flugvélafyrirtækisins er ekki löng en það varð til við samruna flugvélafyrirtækjanna Raytheon Corporate Jets og Beech Aircraft árið 1994. Goldman Sachs og Onex tóku félagið yfir árið 2006. Flugvélaframleiðandinn var mjög skuldsettur, lenti í rekstrarvanda í kreppunni og gat ekki staðið við skuldbindingar sínar í apríl á þessu ári. Í maí síðastliðnum óskuðu stjórnendur fyrirtækisins eftir heimild til greiðslustöðvunar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum.

Áætlað kaupverð er sagt nema 1,79 milljörðum dala, jafnvirði um 230 milljarða íslenskra króna. Kínverski flugvélaframleiðandinn er að hluta til í eigu ríkisins.

Reuters-fréttastofan segir í umfjöllun sinni um málið kaupin skipta Kínverja miklu máli enda hafi þeir lengi leitast við að bæta flugvélaframleiðslu sína og ná að anna mikilli eftirspurn eftir einkaþotum.