Aðalbankastjóri Seðlabanka Kína, Zhou Xiaochuan, segir að kínversk heimili þurfi að draga úr sparnaði sínum til að auka einkaneyslu og minnka vöruskiptaafganginn. Þetta kemur fram á Bloomberg í dag.

„Ríkisstjórnin hefur heitið því að reyna að auka einkaneyslu meðal landsmanna og draga úr viðskiptaafgangi", segir hann. „Til þess verða heimilin að minnka hátt sparnaðarhlutfall sitt."

Mikill viðskiptaafgangur Kína dælir peningum inn í hagkerfið. Þetta innflæði fjár eykur verðbólgu, en hún náði 11 ára hámarki sínu á fyrsta fjórðungi þessa árs og nam 8%.

Samkvæmt tölum frá viðskiptaráðuneyti Kína var viðskiptaafgangur í apríl upp á tæplega 17 milljarða dollara.