Forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, varði í dag hversu veikur gjaldmiðill landsins er.  Bandaríkjamenn og fulltrúar Evrópusambandsins hafa undanfarið kvartað undan því hversu veiku Kínverjar halda júaninu til að auka útflutning og draga úr innflutningi.

Í dag var haldinn fundur í Brussel þar sem fulltrúar ESB og Kína hittust (e. EU-China summit).  Þar sagði forsætisráðherra Kína að júanið myndi líklega styrkjast en á þeim hraða sem Kínverjum hentaði, ekki erlendum aðilum.  Þetta kemur fram á vef BBC.

Jose Manuel Baroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði við sama tilefni að viðskiptasamband ESB landanna og Kína væri afar mikilvægt.